29. nóvember Atburðir | Fædd | Dáin | Leiðsagnarvalb
0. janúar30. febrúar0. mars
DagarNóvember
dagurársinshlaupárigregoríska tímatalinu
29. nóvember
Jump to navigation
Jump to search
29. nóvember er 333. dagur ársins (334. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 32 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir |
1314 - Loðvík 10. varð konungur Frakklands.
1378 - Venseslás tók við sem keisari hins Heilaga rómverska ríkis af föður sínum, Karli 4.
1780 - Jósef 2. erfði Habsborgarríki móður sinnar, Maríu Teresu af Austurríki.
1899 - Knattspyrnuliðið Real Madrid var stofnað.
1906 - Frumflutt var verkið Rís þú unga Íslands merki, ljóð Einars Benediktssonar við lag Sigfúsar Einarssonar í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík.
1930 - Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður eftir klofning úr Alþýðuflokknum.
1942 - 548 norskir gyðingar voru fluttir í útrýmingarbúðir í Þýskalandi.
1945 - Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía var stofnað.
1947 - Sameinuðu þjóðirnar stungu upp á skiptingu Palestínu í tvö ríki áður en stjórn Breta lyki þar en Arabar voru eindregið mótfallnir þeim tillögum.
1953 - Samtök herskálabúa voru stofnuð í Camp Knox í Vesturbæ Reykjavíkur.
1972 - Atari setti á markað spilakassa með tölvuleiknum Pong.
1974 - Þjóðverjar settu löndunarbann á íslensk skip í þýskum höfnum vegna landhelgisdeilunnar.
1976 - Ítölsku hryðjuverkasamtökin Prima Linea gerðu árás á samtök stjórnenda FIAT í Tórínó.
1986 - Lottó, happdrætti rekið af Íslenskri getspá, hóf göngu sína.
1987 - Félagið Ísland-Palestína var stofnað.
1987 - Korean Air flug 858 fórst og 115 létust þegar sprengja sprakk um borð. Norðurkóreskir útsendarar höfðu komið henni fyrir.
1988 - Fimleikafélagið Rán var stofnað í Vestmannaeyjum.
1989 - Forsætisráðherra Indlands, Rajiv Gandhi, sagði af sér eftir að flokkur hans tapaði helmingi þingsæta sinna.
1990 - Fyrra Persaflóastríðið: Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti Ályktun öryggisráðs Sþ nr. 678 sem gaf heimild fyrir hernaðaríhlutun í Írak ef Írakar drægju herlið sitt ekki frá Kúveit fyrir 15. janúar 1991.
1991 - Kvikmyndahúsakeðja Árna Samúelssonar tók upp nafnið Sambíóin.
2010 - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2010 hófst í Cancún í Mexíkó.
2011 - Alþingi samþykkti þingsályktunartillögu um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.
2011 - Hópur mótmælenda réðist inn í sendiráð Bretlands í Teheran og lögðu það í rúst vegna viðskiptaþvingana sem Bretland hafði sett á Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins.
2012 - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti að gera Palestínuríki að áheyrnarríki í stað áheyrnarfulltrúa.
2017 - Stríðsglæpamaðurinn Slobodan Praljak lést eftir að hafa drukkið flösku af eitri þegar hann beið dóms Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins fyrir fyrrum Júgóslavíu.
Fædd |
1338 - Lionel af Antwerpen, hertogi af Clarence (d. 1368).
1835 - Cixi keisaraekkja, einvaldur í Kína (d. 1908).
1856 - Theobald von Bethmann-Hollweg, þýskur stjórnmálamaður (d. 1921).
1857 - Theodor Escherich, bæverskur barnalæknir og örverufræðingur (d. 1911).
1898 - C. S. Lewis, írskur rithöfundur (d. 1963).
1915 - Oscar Reutersvärd, sænskur myndlistarmaður (d. 2002).
1924 - Erik Balling, danskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2005).
1926 - Beji Caid Essebsi, forseti Túnis (d. 2019).
1931 - Wallace Broecker, bandarískur jarðefnafræðingur.
1932 - Jacques Chirac, Frakklandsforseti (d. 2019).
1947 - George Kobayashi, japanskur knattspyrnumaður.
1949 - Garry Shandling, bandarískur leikari (d. 2016).
1957 - Janet Napolitano, bandarísk stjórnmálakona.
1957 - Tetsuo Sugamata, japanskur knattspyrnumaður.
1959 - Rahm Emanuel, bandarískur stjórnmálamaður.
1961 - Kim Delaney, bandarísk leikkona.
1962 - Catherine Chabaud, frönsk siglingakona.
1964 - Didda, íslenskt skáld.
1965 - Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
1973 - Ryan Giggs, velskur knattspyrnumaður.
1974 - Gunnlaugur Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður.
1977 - Paul Goodison, enskur siglingamaður.
1980 - Hreiðar Levý Guðmundsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Dáin |
1211 - Páll Jónsson, biskup í Skálholti.
1268 - Klemens 4. páfi.
1314 - Filippus 4. Frakkakonungur (f. 1268).
1330 - Roger Mortimer, fyrsti jarlinn af March og í raun stjórnandi Englands 1327-1330 (f. 1287).
1378 - Karl 4., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1316).
1530 - Thomas Wolsey, enskur kardínáli og stjórnmálamaður (f. 1473).
1626 - Ernst von Mansfeld, þýskur herforingi (f. um 1580).
1627 - John Ray, enskur líffræðingur (d. 1705).
1632 - Friðrik 5. kjörfursti í Pfalz (f. 1596).
1643 - Claudio Monteverdi, ítalskt tónskáld (f. 1567).
1666 - Ólafur Ólafsson lærði karl, skólameistari á Hólum.
1682 - Róbert Rínarfursti, herforingi í Ensku borgarastyrjöldinni (f. 1619).
1694 - Marcello Malpighi, ítalskur læknir (f. 1628).
1699 - Patrick Gordon, skoskur herforingi í her Rússakeisara (f. 1635).
1780 - María Teresa af Austurríki, keisaradrottning í hinu Heilaga rómverska ríki (f. 1717).
1907 - Árni Thorsteinson, landfógeti og alþingismaður (f. 1828).
1924 - Giacomo Puccini, ítalskt tónskáld (f. 1858).
1939 - Philipp Scheidemann, þýskur stjórnmálamaður (f. 1865).
1986 - Cary Grant, enskur leikari (f. 1904).
2001 - George Harrison, gítarleikari í Bítlunum (f. 1943).
2007 - Eyjólfur Jónsson, sundkappi og lögregluþjónn (f. 1925).
2008 - Jørn Utzon, danskur arkitekt (f. 1918).
Flokkar:
- Dagar
- Nóvember
(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.144","walltime":"0.174","ppvisitednodes":"value":303,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":37505,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":5,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 49.417 1 -total"," 62.17% 30.722 1 Snið:Dagatal"," 36.84% 18.206 1 Snið:Mánuðirnir"," 30.39% 15.019 1 Snið:Navbox"],"scribunto":"limitreport-timeusage":"value":"0.016","limit":"10.000","limitreport-memusage":"value":766650,"limit":52428800,"cachereport":"origin":"mw1289","timestamp":"20191129103014","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"29. nu00f3vember","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/29._n%C3%B3vember","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q3016","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q3016","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2004-08-27T23:07:08Z","dateModified":"2019-11-29T10:30:14Z","headline":"dagsetning"(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":185,"wgHostname":"mw1272"););