Skytturnar þrjár Þýðingar | Kvikmyndir, leikhús og sjónvarp | Tenglar | LeiðsagnarvalLes trois mousquetaires á Project GutenbergSkytturnar (útg. 1928) á Rafbókavefnum
Sögulegar skáldsögurFranskar bókmenntirAlexandre Dumas
franskasöguleg skáldsagaAlexandre DumasAuguste Maquetframhaldssaga1844skytturLoðvíks 13.16251628Gatien de Courtilz de SandrasCharles de Batz-Castelmore d'ArtagnanD'Artagnan-bækurnarmanninn með járngrímunaLoðvíks 14.Björns G. BlöndalAndrésar KristjánssonarIðunnarteiknimyndirBBCsöngleikBroadway
Skytturnar þrjár
Jump to navigation
Jump to search
Skytturnar þrjár (franska: Les trois mousquetaires) er söguleg skáldsaga eftir Alexandre Dumas (í samstarfi við Auguste Maquet). Sagan var fyrst gefin út sem framhaldssaga í dagblaðinu Le Siècle frá mars til júlí árið 1844. Í ágúst sama ár hóf Greifinn af Monte Cristo göngu sína í Journal des Débats.
Sagan fjallar um fjórar skyttur í þjónustu Loðvíks 13. og gerist árin 1625 til 1628. Hún byggist meðal annars á sögulegu skáldsögunni Mémoires de Monsieur d'Artagnan eftir Gatien de Courtilz de Sandras sem aftur byggist á ævi skyttunnar Charles de Batz-Castelmore d'Artagnan (1611-1673).
Dumas og Maquet fylgdu sögunni eftir með Vingt ans aprés (1845) og Le Vicomte de Bragelonne ou Dix ans plus tard (1847-1850). Saman eru þessar þrjár sögur kallaðar „D'Artagnan-bækurnar“. Sagan um „manninn með járngrímuna“ er hluti af síðustu skáldsögunni. Samanlagt ná sögurnar því yfir ríkisár Loðvíks 13. og fyrstu ríkisár Loðvíks 14. frá 1625 til 1673.
Þýðingar |
Þrjár enskar þýðingar af bókinni komu út árið 1847. Í þýðingu William Barrow sem enn er gefin út reglulega var öllum vísunum í kynferðislegt athæfi, til dæmis milli D'Artagnan og Milady, sleppt.
Bókin kom fyrst út á íslensku í þýðingu Björns G. Blöndal í fjórum bindum á Siglufirði 1923 til 1928 með titlinum Skytturnar, eða þrír fóstbræður. Árið 1963 kom sagan út í nýrri þýðingu Andrésar Kristjánssonar í þremur bindum í ritröð Iðunnar, Sígildar sögur Iðunnar, undir titlinum Skytturnar. Framhaldssögurnar hafa ekki komið út á íslensku
Kvikmyndir, leikhús og sjónvarp |
Sagan um skytturnar þrjár hefur verið kvikmynduð yfir 20 sinnum, fyrst árið 1904. Auk þess hafa nokkrar teiknimyndir verið gerðar upp úr sögunni. Sagan var efni sjónvarpsþátta sem BBC framleiddi frá 1954 til 1966 og nýlega nýrrar sjónvarpsþáttaraðar frá BBC árið 2014. Framhaldssögurnar hafa notið minni hylli með þeirri undantekningu að sagan um „manninn með járngrímuna“ hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum.
Árið 1928 var sagan gerð að söngleik sem naut mikilla vinsælda á Broadway. Söngleikurinn var aftur settur upp árið 1984. Árið 2003 var hollenskur söngleikur upp úr sögunni settur upp.
Tenglar |
Les trois mousquetaires á Project Gutenberg
Skytturnar (útg. 1928) á Rafbókavefnum
Flokkar:
- Sögulegar skáldsögur
- Franskar bókmenntir
- Alexandre Dumas
(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgPageParseReport":"limitreport":"cputime":"0.012","walltime":"0.021","ppvisitednodes":"value":34,"limit":1000000,"ppgeneratednodes":"value":0,"limit":1500000,"postexpandincludesize":"value":0,"limit":2097152,"templateargumentsize":"value":0,"limit":2097152,"expansiondepth":"value":2,"limit":40,"expensivefunctioncount":"value":0,"limit":500,"unstrip-depth":"value":0,"limit":20,"unstrip-size":"value":0,"limit":5000000,"entityaccesscount":"value":0,"limit":400,"timingprofile":["100.00% 0.000 1 -total"],"cachereport":"origin":"mw1273","timestamp":"20191207125146","ttl":2592000,"transientcontent":false););"@context":"https://schema.org","@type":"Article","name":"Skytturnar u00ferju00e1r","url":"https://is.wikipedia.org/wiki/Skytturnar_%C3%BErj%C3%A1r","sameAs":"http://www.wikidata.org/entity/Q140527","mainEntity":"http://www.wikidata.org/entity/Q140527","author":"@type":"Organization","name":"Contributors to Wikimedia projects","publisher":"@type":"Organization","name":"Wikimedia Foundation, Inc.","logo":"@type":"ImageObject","url":"https://www.wikimedia.org/static/images/wmf-hor-googpub.png","datePublished":"2016-01-11T12:40:29Z","dateModified":"2019-11-06T17:00:35Z","image":"https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/dd/Dartagnan-musketeers.jpg"(RLQ=window.RLQ||[]).push(function()mw.config.set("wgBackendResponseTime":169,"wgHostname":"mw1242"););